Er komin tími til?

Jahh spurning sem ég er að gera upp við mig, á ég að blogga eða ekki?
Verð að viðurkenna að mig langar mikið enda margt að blogga um en tíminn sem fer í þetta,,,,, það er eitthvað lítið um hann.
Sjáum til hvað verður á árinu 2009.

Til ykkar sem lítið hérna inn, gleðilegt ár.

Stóriðja við Reyðarfjörð:


Hugmyndum tekið fálega

Þannig hljómaði fyrirsögn á frétt sem var á baksíðu Morgunblaðsins föstudaginn 10. apríl 1981 eða fyrir 26 árum.

Fréttin er um margt athyglisverð og ætla ég að deila henni með ykkur.

Á þingflokksfundi Alþýðubandalagsins fyrir skömmu mun Hjörleifur Guttormsson hafa borið fram tillögu um að stefna skyldi að stóriðju í Reyðarfirði og átti þá við að þar yrði reist kísilmálmverksmiðja.

Samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun þessari tillögu Hjörleifs hafa verið tekið með nokkru tómlæti og var hún hvorki samþykkt né felld.
Morgunblaðið hafði samband við Hjörleif vegna þessa máls, en hann vildi ekki kannast við að hafa borið fram slíka tillögu, en sagði að auðvitað væru virkjunarmál og stóriðja tengd þeim alltaf til umræðu innan flokksins, en hann hefði í því tilefni ekki lagt sérstaka áherzlu á ákveðna staði.

Þarf að segja eitthvað meira um þetta???


Akureyri án páskaeggja!!

Merkilegt hvernig Akureyri er að markaðssetja sig sem paradís ferðamanna allt árið um kring, komið norður og við tökum vel á móti ykkur er eitthvað sem ég heyri mjög oft. Og viti menn, fólk stormar norður til að hitta ættingja, fara á skíða og njóta alls þess fallega og góða sem norðurlandið hefur að bjóða. Þetta gerði ég akkúrat þessa pásakana, fór norður til að eiga góðar stundir og njóta þess að vera með fólkinu mínu. Helgin fullkomin að mestu leiti þar til ég þurfti að kaupa eitt páskaegg.
Já það ætti ekki að vera svo flókið þar sem þetta var jú páskahelgin en viti menn páskaegg var nánast hvergi að fá. Uppselt var svarið sem ég fékk í hverri búðinni á eftir annarri, já þau voru líka uppseld í fyrra á sama tíma og lítið sem við getum gert í þessu var ávalt svarið sem ég fékk.
Eftir að hafa farið í allar matvörubúðir, allar bensínstöðvar og flestar sjoppur (átti eftir að fara í eina sjoppu) fann ég 7 egg á allri Akureyri.
Eflaust hef ég verið heppnari en margir aðrir ferðamenn sem til Akureyrar fóru um páskana, ég fékk páskaegg um miðjan laugardag eftir MIKLA leit um alla Akureyri.

Nú er það spurning hvort kaupmaðurinn á Akureyri kæri sig ekki um að fólk komi norður og versli, á fólk að vera búið að versla áður en það kemur í bæinn?
Eflaust hafa eitthver tár runnið um kinnar barna á Akureyri á sunnudagsmorgni, skamm kaupmenn á Akureyri.


Jah nú er ég hissa!!!

Nú hafa Hafnfirðingar kosið um deiliskipulagi og með þeirri kosningu hafnað stækkun álversins í Straumsvík.

Mér þykir valdið mikið sem íbúar þessa bæjar hafa fengið, að geta kosið um hvort álverið stækkar eða ekki. Gaman væri að vita hversu stórt hlutfall þeirra sem vinna í Straumsvík búa í Hafnarfirði og hversu stórt hlutfall býr í nágrannasveitarfélögum s.s. Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Álftanesi.

Hvað þetta þýðir fyrir framtíð álversins í Straumsvík verður að koma í ljós.


Félagsmálaráðherra stofnar þróunarsjóð á sviði innflytjendamála

Í dag tilkynnti félagsmálaráðherra að stofnaður hefði verið þróunarsjóður á sviði innflytjendamála og að árlega verði veittar 10 miljónir króna úr honum.

Þetta verk Magnúsar er til mikillar fyrirmyndar og sýnir metnað hans hvað varðar málefni innflytjenda.
Ekki síst er það til fyrirmyndar að þeim peningum sem er verið í þetta verk skuli vera komið fyrir að mestu leiti á landsbyggðinni, annars vegar á Ísafirði og hins vegar í Fjarðarbyggð.

Alþjóðahúsið hefur verið að sinna þessum málaflokk af miklum myndarskap og verður starfsemi þess styrkt um leið og upplýsingafulltrúi verður ráðinn til starfa á Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði.

Það á að vera metnaður okkar að taka vel á móti nýjum íbúum og gera þeim kleift að aðlagast samfélaginu sem allra best.

Bravó Maggi!!!


Það var og!

Nú er það spurning hvernig heimur bloggsins mun reynast mér, ég er allavega tilbúin að láta á það reyna og svo skulum við sjá til þegar nær dregur sumri hvort eitthvað skili sér hérna inn.

Menn eru misgóðir pennar, reyndar svo misgóðir að sumir eru einfaldlega slæmir. Hvar skrifin mín munu flokkast ætla ég ekkert að dæma um að svo stöddu og hvort ég gef öðrum kost á því síðar verður að koma í ljós.
 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband