Félagsmálaráðherra stofnar þróunarsjóð á sviði innflytjendamála

Í dag tilkynnti félagsmálaráðherra að stofnaður hefði verið þróunarsjóður á sviði innflytjendamála og að árlega verði veittar 10 miljónir króna úr honum.

Þetta verk Magnúsar er til mikillar fyrirmyndar og sýnir metnað hans hvað varðar málefni innflytjenda.
Ekki síst er það til fyrirmyndar að þeim peningum sem er verið í þetta verk skuli vera komið fyrir að mestu leiti á landsbyggðinni, annars vegar á Ísafirði og hins vegar í Fjarðarbyggð.

Alþjóðahúsið hefur verið að sinna þessum málaflokk af miklum myndarskap og verður starfsemi þess styrkt um leið og upplýsingafulltrúi verður ráðinn til starfa á Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði.

Það á að vera metnaður okkar að taka vel á móti nýjum íbúum og gera þeim kleift að aðlagast samfélaginu sem allra best.

Bravó Maggi!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband