Stóriðja við Reyðarfjörð:


Hugmyndum tekið fálega

Þannig hljómaði fyrirsögn á frétt sem var á baksíðu Morgunblaðsins föstudaginn 10. apríl 1981 eða fyrir 26 árum.

Fréttin er um margt athyglisverð og ætla ég að deila henni með ykkur.

Á þingflokksfundi Alþýðubandalagsins fyrir skömmu mun Hjörleifur Guttormsson hafa borið fram tillögu um að stefna skyldi að stóriðju í Reyðarfirði og átti þá við að þar yrði reist kísilmálmverksmiðja.

Samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun þessari tillögu Hjörleifs hafa verið tekið með nokkru tómlæti og var hún hvorki samþykkt né felld.
Morgunblaðið hafði samband við Hjörleif vegna þessa máls, en hann vildi ekki kannast við að hafa borið fram slíka tillögu, en sagði að auðvitað væru virkjunarmál og stóriðja tengd þeim alltaf til umræðu innan flokksins, en hann hefði í því tilefni ekki lagt sérstaka áherzlu á ákveðna staði.

Þarf að segja eitthvað meira um þetta???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband